Leturstćrđir
Leita
18. júní 2009

Skýrsla vegna könnunar á viđhorfum íbúa til ţjónustu sveitarfélaga

Í janúar 2009 fólu Borgarbyggđ og Sveitarfélagiđ Skagafjörđur Rannsóknamiđstöđ Háskólans á Bifröst ađ gera rannsókn á viđhorfum íbúa í dreifbýli í Borgarbyggđ og Sveitarfélaginu Skagafirđi til ţjónustu sveitarfélaganna. Rannsóknin fólst annars vegar í rýnihópum í sveitarfélögunum tveimur og hins vegar í viđhorfskönnun međal íbúa, sem var byggđ ađ hluta á niđurstöđum rýnihópanna. Í könnuninni var spurt um afstöđu til samgangna í sveitarfélaginu og ýmissa ţátta er varđa grunn- og leikskóla, svo sem skólaakstur, skólamáltíđir, tómstundir, ţjónustu og skiptingu skólahverfa. Sérstök áhersla var lögđ á ađ skođa viđhorf í háskólaţorpum í sveitarfélögunum tveimur en markmiđiđ var ađ kanna samfélagsleg tengsl háskólaţorpanna innan sveitarfélaganna.

 

Háskólar í dreifbýli eru ţrír á Íslandi: Landbúnađarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst í Borgarfirđi, og Háskólinn á Hólum í Skagafirđi. Í nágrenni skólana ţriggja hefur myndast vísir ađ byggđakjörnum, háskólaţorpum, ţar sem nemendur og starfsfólk skólanna býr. Samfélagsgerđ háskólaţorpanna er frábrugđin bćđi sveitasamfélaginu í nćsta nágrenni, og ţéttbýliskjörnunum sem eru miđstöđvar ţjónustu og verslunar í sveitarfélögunum. Ţađ er ţví áhugavert ađ skođa ţessi svćđi saman og bera saman viđhorf ţeirra sem búa í sveitunum í kring viđ viđhorf ţeirra sem búa í grennd viđ í háskólana. Ţađ vekur athygli ađ eitt af ţví sem kemur fram í könnuninni er ađ helmingur háskólanema í háskólaţorpunum ţremur stefnir ađ ţví ađ búa áfram í sveitarfélaginu ţar sem skólinn er eftir ađ útskrift lýkur.

 

Í niđurstöđum könnunarinnar sem birtar eru ţessari skýrslu kemur einnig fram ađ flestir íbúa í háskólaţorpum búa í leiguhúsnćđi samanboriđ viđ ţá sem búa í dreifbýli sveitarfélaganna. Um ţriđjungur sagđi ađ ţeim gengi illa ađ ná endum saman fjárhagslega í hverjum mánuđi og ţar af voru flestir á Bifröst en ţar á eftir kom Hvanneyri innan Borgarbyggđar. Í Skagafirđi virtist ekki vera munur á milli dreifbýlis og Hóla á ţví hversu vel eđa illa gengi ađ ná endum saman.

 

Skýrsla um niđurstöđur rannsóknarinnar er nú komin út og er ađgegnileg hér á vef Rannsóknamiđstöđvarinnar.

 


Til baka


yfirlit frétta

Háskólinn á Bifröst | 311 Borgarnes | Sími: 433 3000 | Fax: 433 3001 | bifrost@bifrost.is